** Viš Fjöršinn er lokaš į milli 1. nóvember - 1. maķ 2017 **

Stašsetning

Kort af Ķslandi - Smelliš til aš sjį stęrri mynd
Kort af Ķslandi - Smelliš til aš sjį stęrri mynd
« 1 af 2 »
Þingeyri stendur við sunnanverðan Dýrafjörð. Þorpið er miðsvæðis á Vestfjörðum og vel staðsett fyrir þá sem vilja skoða Vestfirði.

Þingeyri
Þingeyri við Dýrafjörð er mjög gamall verslunarstaður. Þar stóð pakkhús eða vörugeymsla frá seinni hluta 18. aldar, eitt af elstu húsum landsins. Það var tekið niður og bíður uppsetningar á ný. Nafnið Þingeyri mun vera dregið af Dýrafjarðarþingi sem þarna var háð til forna. Á Þingeyri var bækistöð bandarískra lúðuveiðimanna seint á 19. öld og franskir duggarar voru þar tíðir gestir. Elsta starfandi vélsmiðja landsins er á Þingeyri. Smiðjan ber nafn Guðmundar J. Sigurðssonar og tók til starfa árið 1913. Til hennar leituðu innlend og erlend skip eftir þjónustu sem var annáluð jafnt innan lands sem utan. Á Framnesi í firðinum norðanverðum var um tíma rekin hvalveiðistöð sem veitti fjölda manns atvinnu. Sunnan Þingeyrar er tilkomumesti fjallgarður Vestfjarða. Hann hefur verið nefndur Vestfirsku alparnir og geta unnendur íslenskrar náttúru fundið þar margt við sitt hæfi. Þar eru margar fallegar gönguleiðir, hjólaleiðir og skipulagðar ferðir í boði.


Helstu vegalengdir til Þingeyrar:

Frá Til KM (ca.)
Þingeyri Ísafjörður 50km
Þingeyri Látrabjarg 130km
Þingeyri Borganes 335km
Þingeyri Reykjavík 409km
Þingeyri Selfoss 442km
Þingeyri Akureyri 537km
Þingeyri Vík 582km
Þingeyri Egilsstadir 802km
Vefumsjón