** Viđ Fjörđinn er lokađ á milli 1. nóvember - 1. maí 2017 **

Sumariđ 2012

Ég vil byrja á að þakka öllum fyrir komuna til okkar í sumar og haust, og vona að sjálfsögðu að við sjáum ykkur aftur.
Við erum enn að bæta aðstöðu í garði , komin er lækur með gosbgunni og tjörn
Það er alltaf eitthvað verið að breyta og bæta og efst á listanum er nýr bæklingur fyrir næsta sumar.

Láttu drauminn rćtast

Það er bara gott af okkur hér að frétta , sumarið gekk vel, við ánægð og vonandi þið líka.
Núna er haustið með öllum sínum sjarma og viljum við því minna á að það er opið hjá okkur allt árið.
Hið hefðbundna Hjónaball verður haldið 8. nóv nk. Hjónaball er fínn galadansleikur og hefur það verið haldið hér nær óslitið í rúm 70 ár.
Við höfum enn laus herbergi og íbúðir þessa helgi. Látið þetta ekki framhjá ykkur fara. það er hægt að bóka sig á ballið sjá www.thingeyri.is
Það er tvímælalaust sterkasti leikurinn í stöðunni að skreppa vestur og slaka vel á.
Einhver sagði að það væri ekki lengri tími sem færi í að keyra , en tvær leiðinlegar bíomyndir í sjónvarpinu..
Sjáumst

Takk fyrir komuna og takk fyrir okkur.

Þá eru Dýrafjarðardagar búnir. Það var mál manna að helgin hafði verið einstaklega vel heppnuð. Það sem setur mestan svip á þessa hátíð er hvað hún er fjölbreytt. Þessi hátíð er gömul og vonandi vel gróin og ber okkkur sem hér erum að hlú að henni sem best við getum hvert á sinn hátt. Þess vegna segi ég . " SAMEINAÐIR STÖNDUM VÉR SUNDRUÐ FÖLLUM VÉR "
Á hverjum Dýrafjarðardögum er eitthvað nýtt, nú var sjósett víkingaskip og því gefið nafnið Vésteinn, einnig var  " Súpa í garði " alveg frábært og gefandi og svo voru einnig tónleikar í Þingeyrarkirkju. Ekki vil ég gleyma að minnast á dansleik í Félagsheimilinu fullt hús og frábær stemming. Við hér viljum að lokum þakka öllum sem að þessari frábæru hátíð stóðu kærlega fyrir og ykkur sem heimsóttuð staðinn kærlega fyrir komuna og verið öll velkomin aftur á Dýrafjarðadaga fyrstu helgina í júlí að ári..
´Sirrý

Fyrri síđa
1
2Nćsta síđa
Síđa 1 af 2
Eldri fćrslur
Vefumsjón