** Viš Fjöršinn er lokaš į milli 1. nóvember - 1. maķ 2017 **

Afžreying į Žingeyri og nįgrenni

 • Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar frá 1913 er stórmerkileg smiðja í upprunalegri mynd og eru enn notuð upprunaleg tæki og tól.
 • Þingeyrarkirkja hönnuð af Rögnvaldi Á. Ólafssyni fyrsta arkitekt Íslendinga og vígð árið 1911.
 • Sundlaugin á Þingeyri er nýbyggð með góðri aðstöðu fyrir alla fjölskylduna. Sjá opunartima á Vefsíðu Ísafjarðarbæjar.
 • Golfklúbburinn Gláma: Níu holu gólfvöllur er í Meðaldal og umhverfi vallarins einstakt.
 • Gömul silfurbergsnáma í Meðaldal.
 • Söguslóðir Gísla sögu Súrssonar eru í Haukadal. Auðvelt að fá leiðsögn um slóðir Gísla og feta í fótspor hans.
 • Hraunskirkja í Keldudal er nýuppgerð sveitakirkja í eigu Þjóðminjasafnsins.
 • Svalvogahringurinn býður upp á endalausa náttúrufegurð og fjallakyrrð.
 • Á Hrafnseyri er safn um "sóma Íslands, sverð og skjöld" Jón Sigurðsson.
 • Góðar gönguleiðir í nágrenninu m.a. á Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða (998 m).
 • Víða í Dýrafirði er fjölskrúðugt fuglalíf m.a. í fjarðarbotninum.
 • Dynjandi er án efa einn fallegasti foss landsins og u. þ.b. hálfrar klukkustundar akstur þangað frá Þingeyri.
 • Á Sandfelli er útsýnisskífa sem gefur fjölbreyttu landslaginu nafn. Skemmtilegt er að dvelja þar eða á Mýrafelli þegar sólin sest í sæ.
 • Skrúður er grasa- og trjágarður innan við Núp í Dýrafirði. Formlegur stofndagur hans var 7. ágúst 1909.
Frekari upplýsingar:

Upplýsingamiðstöðin Þingeyri
Hafnarstræti 6
470 Þingeyri
E-mail: umthingeyri@snerpa.is
Tel: 456-8304 - GSM: 891-6832
Vefumsjón